Textaleit í útdráttum
Leita í textum Íslenska málfrćđifélagsins    Leita í öllu efni á Kvisti


Pistlar um íslenskt mál:   16. febrúar 2008

Jón G. Friđjónsson

Íslenskt mál - 122. ţáttur

Skömmu fyrir áramót voru gögn gerð opinber sem sýndu að Eimskip hugðust setja Samskip á hælana eins og það var orðað. Hér er einkennilega komist að orði og umsjónarmaður kannast ekki við neinar hliðstæður. Merkingin virðist vera ‘leika grátt, fara illa með’ eða ‘koma á kné’. Hér er vafalaust um nýmæli að ræða sem orðið er til fyrir áhrif slangurmálsins vera á hælunum ‘standa sig illa’ og andstæðunnar vera á tánum ‘standa sig vel’. Hvort tveggja á rætur sínar í ensku eins og vikið var að í 37. þætti, sbr. on ones’s toes og down at heel. Umsjónarmaður taldi satt best að segja að orðfæri sem þetta væri einkum notað í íþróttamáli, hér er það e.t.v. notað í ‘hita leiksins’.

Unna sér ekki hvíldar

Sögnin að unna er dálítið snúin í beygingu og notkun en oftast beygist hún svo: unna-ann-unni-unnað/unnt. Í merkingunni ‘elska’ er lýsingarháttur þátíðar oftast unnað en í merkingunni ‘leyfa sér; þola’ er hann jafnan unnt. Því segjum við að einhver geti ekki unnt öðrum einhvers og ég ann mér ekki hvíldar fyrr en. Sögnin að una-undi-unað (‘vera ánægður með e-ð; sætta sig við e-ð’) er hins vegar einföld í notkun og beygingu, t.d.: Ákærði unir (ekki) úrskurði, hann unir glaður við sitt og þær undu hag sínum vel. Ekki fer vel á því að rugla þessum tveimur sögnum saman eins og stundum er gert: Forsetinn sagði að Pakistanar myndu ekki una sér hvíldar fyrr en (27.12.07).

Enn og aftur

Mér er það minnisstætt að fyrir nokkrum árum spurði ágætur nemandi mig hvort mér væri ekki ljóst að fyrir helmingi þjóðarinnar væri enginn munur á forsetningunum og af. Ég taldi að merkingar- og notkunarmunur væri mikill og augljós, aðeins í nokkrum tilvikum gætti óvissu, t.d. gera mikið/lítið að/(af) einhverju. Því er þó ekki að neita að spurningin kom illa við mig, trúlega einmitt vegna þess að við blasir að notkun þessara forsetninga er á hröðu reiki í nútímamáli, oftast þannig að forsetningin sækir mjög á. Dæmi af þessum toga eru t.d. eftirfarandi (innan hornklofa er sýnd hefðbundin notkun): Hafa veg og vanda að [þ.e. af] einhverju (6.1.08); formáli að einhverju [þ.e. fyrir] og Verði frumvarpið að lögum mun forsætisráðherra gera tillögu að nýjum dómara [þ.e. um nýjan dómara] (1.11.07). Dæmi þar sem forsetningin af er notuð í stað eru auðfundin: Færustu matreiðslumenn um allan heim velja ZWILLING hnífa — og ekki af [þ.e.] ástæðulausu (10.12.07); Biskup Íslands segir eftirsjá af [þ.e. að] orðunum [kristilegt siðgæði] (29.11.07); ákvað að fá sér róbót til prufu sem nú lofar góðu og lætur vel af [þ.e. að] stjórn (25.7.07); sumir þeirra geta hækkað eða lækkað gengi krónunnar nánast af [þ.e. að] geðþótta (‘að vild’) (18.7.07) og [NN] hefur í nokkur skipti komist í kastljós fjölmiðla fyrir að beita fólk ofbeldi og ekki af [þ.e. ] tilefnislausu (5.1.08) . — Í sumum tilvikum er forsetningin notuð þar sem vænta mætti eignarfalls, t.d.: meðal eigenda hinu nýja félagi eru margir menn tengdir x-flokknum (27.10.07); framleiðandi vélinni (17.7.07) og leita þarf alla leið til Ítalíu og þar aftur á áttunda áratuginn til að finna hliðstæðu öðru eins ráðleysi (19.10.07).

Það getur verið býsna snúið að útskýra muninn á orðasamböndunum gaman er að einhverju og hafa gaman af einhverju, einkum fyrir þeim sem heyra lítinn framburðarmun og skynja engan merkingarmun. Ég held að það hljóti nú sem endranær að vera erfitt verk og vandasamt að kenna íslensku á grunnskólastigi. Í þessu sambandi er auðvitað mikilvægt að allt það efni sem notað er í skólum sé eins rétt og kostur er og vitaskuld á þetta einnig við um Biblíuna. Því er þó ekki að heilsa, sbr. eftirfarandi dæmi úr nýju Biblíunni: Getur þræll þinn enn fundið bragð því sem hann etur og drekkur? (2. Sam 19, 36). Þetta er auðvitað rétt í gömlu útgáfunni: eða mun þjónn þinn finna bragð af því, sem eg et og drekk (1912).

Úr handraðanum

Í Brennu-Njáls sögu (129. k.) segir Ketill úr Mörk um brennuna: Mikill harmur er að oss kveðinn er vér skulum svo mikla ógæfu saman eiga. Hér er fagurlega að orði komist, reyndar svo glæsilega að orðasambandið mikill harmur er að einhverjum kveðinn hefur öðlast sjálfstætt líf. Nýlega féll Benazir Bhutto fyrir hendi morðingja og var hún mörgum harmdauði. Um þetta sagði í einu dagblaðanna: Að þjóðinni steðjar mikill harmur. Benazir Bhutto hefur látið lífið fyrir tilverknað hryðjuverkamanna (3.1.08). — Hér er ekkert rangt en ólíkt betur hljóma orð Ketils úr Mörk.