Textaleit í útdráttum
Leita í textum Íslenska málfrćđifélagsins    Leita í öllu efni á Kvisti


Pistlar um íslenskt mál:   22. september 2007

Jón G. Friđjónsson

Íslenskt mál - 111. ţáttur

Að og aftur að

Forsetningin virðist sækja mjög á í nútímamáli. Stundum er hún notuð þar sem slíkt ætti að vera útilokað, t.d.: upplýsti að þegar hefði verið haft samband við Eurocopter sem er framleiðandi vélinni [þ.e. framleiðandi vélarinnar] (17.7.07). Hvað kemur næst, höfundur að bók eða eigandi að húsi?

Miklu algengara er þó að forsetningin sé notuð í stað annarra forsetninga, einkum af, t.d.:

yfirgangur að [af] hálfu e-s (11.1.07); [Flokkurinn] vill að [af] einurð styðja og styrkja íslenskan landbúnað (5.5.07); [NN] lætur vel að [af] náminu (4.4.07); [af] því tilefni vill (19.2.07); [möguleikar] hafa ekki verið nýttur að [af] neinu viti (20.8.07) og Eiður er ómeiddur eftir árásina og verða engir eftirmálar [þ.e. engin eftirmál] [þ.e. af] hans hálfu (Textav. 31.7.07),

sbr. einnig:

ákvað að fá sér róbót til prufu sem nú lofar góðu og lætur vel af [] stjórn (25.7.07) og Það er gríðarlega mikilvægt að allir leggist á eitt til að leggja Frakka af [] velli (22.1.07).

Merkingarmunur forsetninganna og af er í flestum tilvikum skýr eins og sjá má af heimildum og bókmenntum okkar. T.d. er allur munur á að segja/gera e-ð að gefnu tilefni (tími) og gera e-ð af ásettu ráði (háttur). Í nútímamáli virðist eitthvað tekið að fenna yfir þann merkingarmun sem mönnum af kynslóð umsjónarmanns finnst augljós.

En forsetningin er ekki aðeins ofnotuð á kostnað fs. af, hún sækir að fleiri forsetningum, t.d.:

sjö ... hafa ákveðið að nýta sér kauprétt að [á] hlutum í bankanum (1.11.05); forstjórinn hafði kauprétt að [á] bréfum sem hafa hækkað mjög (2.1.06); Frumvarp að lögunum [til laga] var lagt fram í skammdegismyrkri árið 2003 (4.5.06); Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar þessari [við þessa] útfærslu (21.4.06) og þrír menn óku fram hjá húsinu ... og skutu úr [þ.e. af] haglabyssum að húsinu [þ.e. á húsið] (4.7.06).

Orðfræði

Nafnorðið ljúgvitni merkir annars vegar ‘maður sem lýgur fyrir rétti’ og hins vegar ‘loginn vitnisburður’, t.d. í orðasambandinu bera ljúgvitni (fyrir rétti/við réttarhöld). Engar heimildir eru fyrir því að ljúgvitni geti merkt ‘ósannindi, lygar’ eins og það virðist gera í eftirfarandi dæmi: Því fást ekki upplýsingar um hvort þeir sem báru ljúgvitni til lögreglunnar þar [á Akureyri] verði ákærðir (25.7.07). Þar við bætist að talað er um að bera e-ð (sögur, ósannindi) í e-n en ekki til e-s

Stigbreyting

Stigbreyting vísar jafnan til þess sem fer stighækkandi eða vaxandi, t.d.: Minn bíll er fallegur/ljótur, þinn er fallegri/ljótari en bíll bróður míns er þó fallegastur/ljótastur. Stigbreytingu óbeygjanlegra lýsingarorða má tákna með ao. meira og mest, t.d. enginn var meira undrandi en ég og þá var ég mest hissa. Í andstæðri merkingu er einnig hægt að nota minna og minnst. Hins vegar gengur hvorki að nota meira - mestminna - minnst með lo. sem stigbreytast með viðskeyti. Eftirfarandi dæmi eru því heldur kauðsleg: Svavar Gestsson sendiherra í Danmörku mun í haust fytja úr sendiherrabústað sínum í Charlottenlund í annan síst minna glæsilegan [síst óglæsilegri, ekki síður glæsilegan] í Friðriksberg (25.7.07) og [Konan] ... lýsti sársaukanum og niðurlægingunni sem fylgir því að vera sniðgengin fyrir einhvern sem hún var sannfærð um að væri minna hæfur en  [síður hæfur en, ekki eins hæfur og] hún sjálf (17.1.07).

Sum lýsingarorð (eða lýsingarhætti) er ekki unnt að stigbreyta vegna merkingar, t.d. dáinn, vakinn, sofinn, og sama á við um síðari liðinn í orðasambandinu langt leiddur. Eftirfarandi dæmi hljóta að hljóma skringilega í eyrum flestra: Hvað finnst þér vanta fyrir þessa langt leiddustu [lengst leiddu] útigangsmenn? (24.7.07) og Ég vona líka að þessi góða afkoma skili sér til starfsmanna bankans ekki síst þeirra lægst launuðustu [launuðu] (27.10.05).

Samræmi

Eiður Guðnason sendir þættinum þrjú dæmi þar sem réttrar beygingar er ekki gætt:

Þrennt [þ.e. þrenns] mun ég ekki sakna (19.6.07); Hótelerfinginn [þ.e. hótelerfingjanum] var leyft að yfirgefa fangelsið í gær (8.6.07) og Þjónusta [þ.e. þjónustu] við börn sem hafa annað móðurmál en íslensku á að auka í skólum (15.6.07). 

Dæmi sem þessi hefðu fyrir nokkrum árum þótt ótrúleg ef ekki óhugsandi. — Í fjölmiðlum eru auðfundin dæmi þar sem samræmis í beygingu er ekki gætt, t.d.: Dýrgripurinn Sampo er í Kalevala þekkt [þ.e. þekktur] fyrir að veita handhafa sínum gæfu (27.4.07); Það er komið [þ.e. er kominn] tími til að gera samfélagið sveigjanlegra (21.4.07) og Við svona aðstæður kemur í ljós hvað þrotlausar æfingar þessara stráka er mikilvæg [þ.e. eru mikilvægar] (19.4.07). Eru þetta prentvillur eða eðlilegt mál þeirra sem láta slíkt fara frá sér?

Úr handraðanum

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu og víðar er getið hjaðningavíga en Hjaðningar vísa til Héðins konungs og liðs hans. Hjá Snorra vísa hjaðningavíg til bardaga á milli Högna konungs og Héðins konungs Hjarrandasonar en Héðinn hafði tekið Hildi, dóttur Högna, herfangi. Bardagi þeirra var talinn halda áfram endalaust (til ragnaraka, ragnarökkurs) enda vakti Hildur á hverri nóttu alla þá upp sem féllu í valinn. Í nútímamáli merkja hjaðningavíg ‘síendurtekinn bardagi, látlaust stríð (einkum milli þeirra sem ættu að standa saman),’ t.d.: binda enda á hjaðningavíg síta og sunníta (22.10.06).