Textaleit í útdráttum
Leita í textum Íslenska málfrćđifélagsins    Leita í öllu efni á Kvisti


Pistlar um íslenskt mál:   24. febrúar 2007

Jón G. Friđjónsson

Íslenskt mál - 97. ţáttur

Orð eru dýr

Orð eru dýr, það er alls ekki sama hvernig þau eru notuð. Í flestum tilvikum segir málkennd og málvenja til um notkun orða og ákvarðar samhengi þeirra. Sögnin aðstoða krefst t.d. jafnan lifandi geranda og því er óvenjulegt að segja: Talið er að óveðrið hafi aðstoðað við að eyða olíunni (14.1.07). Óveður getur valdið ýmsu en naumast aðstoðar það við eitt eða neitt.

Menn geta haldið aftur af sér (‘gætt hófs’) um verðhækkanir (25.1.07) en orðasambandið halda (e-u) í sér merkir allt annað. Eftirfarandi dæmi samræmist því ekki málvenju: Auðvitað hefði maður viljað að menn reyndu eins og þeir gætu að halda í sér og hagræða eins og mögulegt er (31.12.06).

Það er talsverður munur á því að segja ósatt og bera ljúgvitni. Í eftirfarandi dæmum virðist ekki gerður munur á þessu tvennu: Ráðherra segir þingmann bera ljúgvitni (‘segja ósatt, fara með ósannindi’) (15.11.06) og Ungir stjórnmálamenn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar (15.11.06).

Orðasambandið e-ð veldur misskilningi er algengt og vel er hugsanlegt að tala um að kynda undir (þeim) misskilningi og koma misskilningi (vísvitandi) af stað eða jafnvel breiða út misskilning. Umsjónarmaður hefur hins vegar aldrei heyrt talað um að dreifa misskilningi: Þá hefði það samt verið útsmoginn leikur af Þjóðkirkjunni að dreifa þessum misskilningi til þess að letja fólk við að skrá sig utan trúfélaga (12.12.06). — Hér kann að gæta áhrifa frá ensku (spread).

Að eða af

Í flestum tilvikum er skýr merkingarmunur á forsetningunum og af, t.d. gaman er e-u en hafa gaman af e-u og gagn er e-u en hafa gagn af e-u. Í ofangreindum dæmum vísar forsetningin til kyrrstöðu en forsetningin af hins vegar til hreyfingar (hvaðan). Þessi merkingarmunur er greinilegur í rituðum heimildum og ætla má að hann sé enn flestum augljós en í nútímamáli gætir þó nokkurrar óvissu í máli sumra. Þetta má sjá af dæmum þar sem vikið er frá málvenju, t.d.: Að mínu áliti er enginn skaði af [þ.e. að] því, slíkt er fjarri lagi (22.1.06); stjórnarandstaðan [er] ófær um að leggja til málanna þannig að gagn sé af [þ.e. að] (20.10.06); að stjórnendum safnsins þætti nokkur ami af [þ.e. að] þeim [myndum] (16.1.07) og en sagt að eftirsjá yrði af [þ.e. að] þeim (16.1.07).

Í ofangreindum dæmum er forsetningin af notuð í stað en reyndar gætir þess mjög í nútímamáli að þessu sé öfugt farið, þ.e. forsetningin virðist sækja mjög á. Þetta má t.d. sjá í orðasambandinu af hálfu e-s sem oft verður að hálfu e-s, sbr.: Eftir að borgarstjóri kallaði uppsetningu spilakassa yfirgang hálfu Happdrættis H.Í. (11.1.07) og sorglegt að ekki hafi verið betur vandað til undirbúnings málsins hálfu borgarstjóra (11.1.07).

Annað dæmi um ofnotkun forsetningarinnar varðar notkun hennar með nafnorðinu tillaga eða öðrum merkingarskyldum orðum. Algengt er að tala um að leggja fram tillögu til e-s/breytingar eða bera upp tillögu um e-ð/dagskrá e-s. Umsjónarmaður telur sig muna það rétt að fyrir tveimur árum heyrði hann orðasambandið tillaga e-u fyrst notað og það mun ekki vera að finna í traustum ritheimildum. Nú fer það hins vegar sem eldur í sinu á síðum fjölmiðla, t.d.: fjalla um tillögu breytingum á reglum H.Í. (12.1.06); Tillaga sátt um virkjanamál og náttúruvernd (14.10.06); tillaga hans framboði ... var samþykkt með miklum meirihluta (17.12.06); tillaga samstarfsaðila (9.1.07) og útbúa tillögu nýju deiliskipulagi (5.1.07). Hér er á ferð nýmæli sem sumum kann að þykja meinlaust. Umsjónarmanni virðast dæmi sem þessi benda til óvissu um málnotkun, komið sé nokkurt los á hefðbundna notkun sumra forsetninga. Af sama toga eru ýmis önnur frávik, t.d.: Grundvöllurinn [undir, fyrir] ákvörðun Bandaríkjamanna er sá (9.9.06); Grundvöllurinn [fyrir] velgengni íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja (21.9.06); undirbúningur [fyrir] framboði áhugafólks um málefni aldraðra (25.1.07) og eiga heiðurinn [af] kláfnum (19.8.06).

Blása eitthvað eða blása einhverju

Í síðasta pistli var vikið að því að fjölmargar sagnir stýra ýmist þolfalli (sópa stéttina) eða þágufalli (sópa ruslinu) eftir merkingu. Þegar ný orðasambönd eru notuð í málinu getur það tekið þau nokkurn tíma að skjóta rótum og festa sig í sessi. Nýjabragðið að þeim getur einnig komið fram í búningi.

Sögnin að blása stýrir ýmist þolfalli (blása hárið, glerið) eða þágufalli (blása e-u burt). Þessi vitneskja krefst ekki neinnar málfræðikunnáttu, hún er sameign þeirra sem mæltir eru á tunguna. Orðasambandið blása/sópa e-u út af borðinu (e. wipe off the table) hefur naumast náð að festa sig í sessi en er þó allalgengt í nútímamáli, t.d.: sagði Steingrímur J. Sigfússon að nú hefði þeirri goðsögn verið blásið út af borðinu (3.9.06) og Útvegsbændur í Vestmannaeyjum telja nauðsynlegt að ljúka rannsóknum á jarðfræði áður en hugmynd um göng er blásin út af borðinu (14.1.06). Í fyrra dæminu er notað þágufall (blása goðsögninni) í samræmi við reglur málsins og málkennd en í hinu síðara er notað þolfall (blása hugmyndina). Flestir munu finna að eitthvað er bogið við síðara dæmið, þess væri að vænta að sagt væri: Útvegsbændur í Vestmannaeyjum telja nauðsynlegt að ljúka rannsóknum á jarðfræði áður en hugmynd(um) um göng er blásið út af borðinu.

Úr handraðanum

Í orðasambandinu spyrjum að leikslokum vísar forsetningarliðurinn að leikslokum upphaflega til tíma (‘þegar leik er lokið’) en í síðari alda máli kann vísunin að hafa breyst í máli sumra (‘afla fregna af leikslokum’), sbr. viðbótina en ekki vopna(við)skiptum: spyrjum að leikslokum en ekki vopna(við)skiptum ‘spyrjum hvernig leikar fóru en ekki hvernig högg féllu’. Orðasambandið bíða leiksloka hefur allt aðra merkingu (‘bíða þess að leik ljúki’), þar er merkingin bein, og orðasambandið bíða að leikslokum mun ekki vera til í íslensku. Tveimur fyrstnefndu orðasamböndum má ekki rugla saman. 

Í desembermánuði fór fram prófkjör á vegum ónefnds stjórnmálaflokks. Kosningartölur voru birtar smám saman og leitað viðbragða frambjóðenda (vonbiðla) við þeim. Umsögn margra þeirra sem vegnaði ekki nógu vel var: Spyrjum að leikslokum í merkingunni ‘ekki er öll nótt úti enn’ en þrívegis heyrði umsjónarmaður sagt Við bíðum að leikslokum (11.11.06).