Textaleit í útdráttum
Leita í textum Íslenska málfrćđifélagsins    Leita í öllu efni á Kvisti


Pistlar um íslenskt mál:   30. desember 2006

Jón G. Friđjónsson

Íslenskt mál - 93. ţáttur

Orðatiltækið eiga hvergi höfði sínu að að halla á rætur sínar í Biblíunni. Umsjónarmanni finnst fyrirmynd þess fegurst orðuð í Viðeyjarbiblíu (1841): refar hafa holur og fuglar himinsins skýli, en mannsins sonur hefir hvörgi höfði sínu að að halla (Matt 8, 20). Eins og sjá má standa fs. og nhm. saman enda er öðru þeirra stundum sleppt í nútímamáli: þar [í Danmörku] sér maður fólk sem á hvergi höfði sínu að halla (11.11.06). Sú málbeitingstyðst hvorki við uppruna né málvenju.

Ólafur Hannibalsson kann að orða hugsun sína. Í grein þar sem hann ræddi m.a. um stóriðjustefnu ónefnds stjórnmálaflokks segir hann: Það eru kosningar í nánd. Öxi kjósenda er reidd að rótum trjánna (1.11.06); þeir flokkar sem fúnir og feysknir reynast munu upp höggnir verða og þeim á eld kastað (1.11.06) og forystumenn flokksins geta þvegið hendur sínar líkt og Pílatus forðum og látið hreppsnefndarmönnum eftir að velja á milli Barrabasar og lausnarans (1.11.06). Hér er eftirminnilega að orði komist. Vafalaust munu allir kannast við öxina sem reidd er að rótum trjánna og Pílatusarþvottinn og vonandi kunna einnig flestir skil á Barrabasi. Síðar í sömu grein segir: heldur verður að koma til stjórnmálaafl sem virkilega breytir hinni stjórnmálalegu blöndu með gagngerum hætti eins og þegar stífla brestur, eða kannski dugar dropinn sem breytir veig heillar skálar (1.11.06). Hér er vísað til orða Einars Benediktssonar (Einræður Starkaðar): Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, / sem dropi breytir veig heillar skálar.

En það er ekki sama Jón og séra Jón né heldur dropi og mælir. Eftirfarandi dæmi er heldur hjákátlegt: það sem fyllti dropann hjá mér var að þjálfarinn sló ... (1.11.06).

Að eða á?

Orðasambandið eiga rétt á sér er gamalt í málinu og á það reyndar rætur í lagamáli. Í nútímamáli mun myndin e-ð/(gagnrýni) á rétt á sér ‘e-ð er réttmætt’ vera algengust. Einnig er alvanalegt komast svo að orði að menn hafi eða öðlist rétt til e-s eða tryggi sér rétt á útsendingum (20.10.06). Hins vegar þekkir umsjónarmaður engin dæmi þess að menn eigi rétt e-u eða af e-u. Eftirfarandi dæmi geta því ekki talist venjubundið mál: Ég ákvað að kaupa réttinn sögunni en lenti reyndar í smá stappi (18.10.06) og Þegar ég keypti réttinn af sögunni var ... [hún (skáldsagan)] bara áhugaverð glæpasaga (18.10.06).

Af sama meiði eru samsettu orðin höfundarréttur og útgáfuréttur en notkun forsetninga með þeim virðist nokkuð á reiki í nútímamáli. Umsjónarmanni virðist eðlilegt að tala um höfundarrétt á verki en síðra að nota myndina höfundarréttur að e-u og höfundarréttur af e-u kemur naumast til álita.

Til að athuga þetta nánar kannaði umsjónarmaður 288 síður á netinu þar sem nafnorðið höfundarrétt var að finna. Á 15 síðnanna var það notað með forsetningum, átta sinnum með á og sjö sinnum með . Dæmi um á: Höfundarréttur á bókmenntaverkum, á þeirri setningu, á hugverkum, á (skráðu) efni, á kennslugögnum og á myndum. Dæmi um : Höfundarréttur stjórnmálahugmyndum, söguvefnum, verki, öllu efni, upplýsingum, laginu og þýðingu.

Þótt könnunin sé að vísu takmörkuð gefur hún vísbendingu um að málnotkun sé nokkuð á reiki hvað þetta varðar og það getur ekki verið tilviljun. Umsjónarmanni virðist að tvennt togist hér á. Annars vegar má segja að hefðin vísi til myndarinnar höfundarréttur á e-u en hins vegar virðist merkingin kalla á myndina höfundarréttur e-u, sbr. hliðstæðuna aðild e-u. Tíminn sker úr um það hvor myndin verður ofan á.

Úr handraðanum

Orðasambandið að + miðstig er algengt í fornu máli og nútímamáli, t.d.: hann er ekki að bættari þótt ‘hann er ekki betur settur þótt (e-ð tiltekið (jákvætt) eigi sér stað)’ og hans er ekki að hefndara þótt. Orðasambandið vísar til tíma og má hugsa sér að undanskilinn sé liðurinn (að) því gerðu og þá blasir merkingin við. Það er algengt í fornu máli, t.d.: Því að eigi er míns föður eða bræðra að hefndra ... að eg sé við jörðu lagður og eigi er hana að borgnara þótt hæna beri skjöld ‘eigi er stretimennið betur sett þótt lítilmennið hyggist hjálpa því’. Eftirfarandi dæmi samræmast ekki hefðbundinni notkun: Hvað [þ.e. Hverju] íslenskt atvinnulíf er bætt [þ.e. að bættara] með fríverslunarsamningi við Kína er algjörlega á huldu (29.10.06) og uns þeir undir lokin spyrja sig hvers [þ.e. hverju] þeir séu [að] bættari  (29.11.06).

Til fróðleiks skal þess getið að orðasamböndin eigi að síður/(heldur); að heldur/þess að heldur; vera maður að meiri og vera drengur að verri eru af sama meiði.

Umsjónarmaður óskar lesendum farsæls nýs árs.