Textaleit í útdráttum
Leita í textum Íslenska málfrćđifélagsins    Leita í öllu efni á Kvisti


Pistlar um íslenskt mál:   8. apríl 2004

Jón G. Friđjónsson

Íslenskt mál - 25. ţáttur

Íslenskt mál - 25. þáttur

Í pistlum þessum hefur alloft verið vikið að notkun forsetninga og þykir sumum vafalaust nóg komið af svo góðu en þó skal enn hjakkað í sama farið.

Notkun forsetninganna og af er nokkuð á reiki í nútímamáli en ein af þeim reglum sem styðjast má við er að forsetningin vísar oft til kyrrstöðu (tillitsmerking) en forsetningin af hins vegar til hreyfingar (hvaðan). Af þessari reglu leiðir að samkvæmt málvenju er sagt:

 • gaman er einhverju
 • henda gaman einhverju
 • ávinningur er einhverju
 • að gefnu tilefni skal sagt ...
 • verða uppvís e-u; sannur sök
 • hafa gaman af einhverju
 • hafa ánægju af einhverju
 • hafa ávinnig af einhverju
 • af þessu tilefni; í tilefni af því að ...

Umsjónarmaður þykist hafa orðið þess var að óvissa um notkun forsetninganna að/af veldur því að það er einkum forsetningin sem sækir í sig veðrið, hún er oft notuð þar sem hún á alls ekki við. Það er eins og menn noti fremur en af þegar þeir vilja vanda sig.

Dæmi um þetta úr fjölmiðlum eru t.d.:

 • ?afstaða einhvers mótast að einhverju (í stað: af einhverju)
 • ?kauptilboð að hálfu stjórnar SPRON (í stað: af hálfu)
 • ?eitthvað gerist ekki að sjálfu sér (í stað: af sjálfu sér)
 • ?lögin leiða að sér mikinn kostnað fyrir fyrirtækin (í stað: leiða af sér mikinn kostnað)


Dæmi um hið gagnstæða eru vitaskuld auðfundin, t.d.: ?NN hefur verið nefndur sem hugsanlegur kaupandi af bankanum (í stað: kaupandi bankans/( bankanum).

Önnur regla sem styðjast má við um notkun forsetninganna og af er sú að forsetningin að getur vísað til undirbúnings (leggja drög að e-u; skrifa uppkast að e-u) en af til afrits (mynd af húsi; kort af landsvæði).

Til einföldunar má vísa til ‘undirbúningsmerkingar’ og ‘afritsmerkingar’ og með allnokkrum orðum koma báðar forsetningarnar til greina með merkingarmun. Þannig er eðlilegt að tala um að einhver skrifi handrit að kvikmynd en einnig vitum við að til eru mörg handrit af Njáls sögu.

Með sama hætti er unnt að gera líkan að höfn eða skoða mynd sem sýnir líkan af höfn.

Í sumum tilvikum kemur upp óvissa. Undirritaður hefur rekist á dæmi í nútímamáli þar sem talað er um teikningu/uppdrátt að húsi enda húsið ekki til. Margir munu fremur kjósa að tala um teikningu/uppdrátt af húsi. Svipað á við um orðasambandið lesa próförk að/af bók. Sá sem lítur á próförkina sem undanfara eða uppkast að bókinni les væntanlega próförk að henni en sá sem telur að próförkin sér einhvers konar afrit af bókinni eða sérstök gerð af henni les próförk af bókinni (skoðar ljósrit af henni).

Hér er því um nokkurn merkingarmun að ræða en hann er svo lítill að eðlilegt er að fram komi óvissa um notkun. Sá sem þetta ritar hefur vanist því að lesa próförk af bók.

Eins og fram hefur komið er forsetningin oft notuð með nafnorðum sem vísa til undanfara eða aðdraganda einhvers (‘undirbúningsmerking’), t.d.: leggja drög að einhverju og gera uppkast að samningi. Þetta er auðvitað gott og gilt þar sem það á við en ýmis dæmi virðist benda til að notkun forsetningarinnar að sé farin að færa út kvíarnar á kostnað ýmissa annarra forsetninga.

Dæmi af þeim toga eru t.d.:

 • ?leggja fram tillögu að dagskrá (í stað: um dagskrá)
 • ?tillaga að breytingu (í stað: um breytingu)
 • ?koma fram með hugmynd að einhverju (í stað: um eitthvað)
 • ?uppástunga að einhverju (í stað: um eitthvað)
 • ?gera tillögu að nýju skipulagi (í stað: um nýtt skipulag)
 • ?upphafið að þættinum (í stað: upphaf þáttarins/-upphafið á þættinum)
 • ?undirbúningur að atkvæðagreiðslu (í stað: fyrir)
 • ?eitthvað er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal (í stað: forsmekkurinn af því sem ...)


Vart þarf að taka fram að ein og sama forsetning getur verið notuð í mismunandi merkingu, t.d. leika sér að einhverju (‘með e-ð’) og vera að leik (‘vera í leik, að leika sér’). Í eftirfarandi dæmi er um að ræða þá sem voru viðstaddir leik: ?áhorfendur að leik (í stað: áhorfendur á leik).

Að gefnu tilefni

Nýlega urðu nokkrar umræður um skipan ráðherra Framsóknarflokksins. Einn varaþingmanna flokksins, Guðjón Ólafur Jónsson, kvað upp úr um það að hann vildi að Siv Friðleifsdóttir hyrfi úr ríkisstjórn í haust. Umhverfisráðherra brást ókvæða við og svaraði á heimasíðu sinni: Með þessari yfirlýsingu hefur Guðjón Ólafur nú tvívegis vegið opinberlega að ráðherra síns eigin flokks ... Það er því greinilegt að húskarlar eru komnir á kreik.

Hér er hnyttilega að orði komist og það virðist blasa við að líkingin um húskarlana eigi rætur sínar í húskarlavígunum sem lýst er í Njáls sögu (35.-42. kafla).

Þær Hallgerður, kona Gunnars, og Bergþóra, kona Njáls, stóðu í mannráðum (‘réðu menn af dögum’), hvor sendi flugumenn til að drepa menn (m.a. húskarla) fyrir hinni.

Húskarlar þeir sem umhverfisráðherra talar um virðast því vísa til þeirra sem ‘vega að ráðherra síns eigin flokks.’ Í Fréttablaðinu er þetta skilið allt öðrum hætti og ýjað að því að Guðjón Ólafur sé húskarl flokksformanns. Í sama blaði segist Guðjón Ólafur ekki átta sig á hvað Siv sé að fara með ummælum sínum og segir: ‘Ég geng ekki erinda eins eða neins og hef ekki leitað eftir leyfi formanns til að tjá mig um menn og málefni. Ég veit ekki hvers húskarl ég er og lýsi eftir húsbónda mínum.’

Ef umsjónarmaður hefur skilið ummæli ráðherra rétt er sýnt að sá sem fjallaði um þau í Fréttablaðinu hefur misskilið þau hrapallega.

Morgunblaðið, 8. apríl 2004