Á dagskrá 15. febrúar kl. 16:00

Ađalfundur Íslenska málfrćđifélagsins

Aðalfundur Íslenska málfræðifélagsins verður haldinn mánudaginn 15. febrúar 2016 kl. 16:00 í stofu 301 í Nýja-Garði.

Dagskrá

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar
2. Gjaldkeri leggur fram ársreikninga félagsins
3. Stjórnarkjör
4. Umræður um tillögu fundar um stöðu íslensku
5. Önnur mál

Lög félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, málfræði.is. Félagar eru hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um störf og stefnu félagsins.

Á dagskrá 5. febrúar kl. 11:45

Ţórhalla Guđmundsdóttir Beck: Litaheiti í íslensku táknmáli

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ,
föstudaginn 5. febrúar, kl. 11:45-12:45, í stofu 301 í Nýja-Garði.

Þórhalla Guðmundsdóttir Beck, doktorsnemi í íslensku flytur erindið Litaheiti í íslensku táknmáli.

„Nýlega var gerð rannsókn á litaheitum í íslensku táknmáli. Þessi rannsókn var hliðstæð stórri rannsókn sem gerð var um alla Evrópu og náði m.a. til íslensku. Því eru til gögn úr raddmáli til að bera saman við táknmálsgögnin. Upphaflegt markmið Evrópurannsóknarinnar var meðal annars að skoða þróun og breytingar merkingar og merkingarflokkunar og hvort að hægt sé að greina hvort hafi meiri áhrif, mál eða samfélag. Því er spurt: Ættum við að búast við því að íslenskt táknmál – sem er gjörólíkt íslensku – hafi sömu merkingarflokkun og íslenska vegna þess að það er til í sama samfélagi, eða ætti slík flokkun að vera ólík?“

Á dagskrá 28. janúar kl. 11:45

Ida Haugum: Leiđin inn í máliđ: Um nýyrđi og ađlögun ţeirra ađ íslensku

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ, fimmtudaginn 28. janúar, kl. 11:45-12:45, í stofu 301 í Nýja-Garði.

Athugið breytta dagsetningu Málvísindakaffis að þessu sinni vegna Rask-ráðstefnu á föstudag og laugardag (sjá sérstaka auglýsingu þess efnis).

Ida Haugum, meistaranemi við Háskólann í Björgvin flytur erindið  „Leiðin inn í málið: Um nýyrði og aðlögun þeirra að íslensku“.

„Erindið fjallar um það hvernig nýyrði verða hluti af málinu, frá því þau eru mynduð og þar til þau eru að fullu viðurkennd. Aðeins 
tiltölulega fáum nýyrðum tekst að komast á leiðarenda í þessu ferli. Hvað er það sem einkennir þessi velheppnuðu orð? Í erindinu mun ég reyna að svara þessari spurningu út frá kenningum um „besta orðið“. Þessu næst mun ég ræða nokkur nýyrði í íslensku og skoða stöðu þeirra í þessu aðlögunarferli og hvernig þau falla að hugmyndum um velheppnuð nýyrði.“

Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku en fyrirspurnir og umræður geta verið á íslensku.

Sérstakur gestafundarstjóri verður Þorsteinn Indriðason, dósent við Háskólann í Björgvin.

Á dagskrá 29. janúar kl. 14:00

​30. Rask-ráđstefnan um íslenskt mál og almenna málfrćđi

30. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði verður haldin föstudaginn 29. janúar og laugardaginn 30. janúar 2016 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Dagskráin hefst á föstudeginum kl. 14:00 og henni lýkur á laugardeginum kl. 17:30.

Að ráðstefnunni standa Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ráðstefnan verður að þessu sinni helguð minningu Kjartans G. Ottóssonar, prófessors í íslensku við Háskólann í Ósló, sem hefði orðið sextugur 14. janúar 2016. Í ár verður ráðstefnan með alþjóðlegum svip og eru þátttakendur frá ýmsum löndum. Alls verða flutt 19 erindi sem mörg vísa til þeirra viðfangsefna sem Kjartani voru hugleikin.

Í lok fyrri dags ráðstefnunnar, föstudaginn 29. janúar kl. 17:00, mun fjölskylda Kjartans veita tveimur framúrskarandi nemendum í íslensku styrki í hans nafni.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá og útdrætti má finna á Facebooksíðu Íslenska málfræðifélagsins: https://www.facebook.com/groups/121003655252/

Á dagskrá 22. janúar kl. 11:45

Framhaldsfundur um stöđu íslenskunnar

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ, 
föstudaginn 22. janúar, kl. 11:45-12:45, í stofu 301 í Nýja-Garði. 

Framhaldsfundur um stöðu íslenskunnar.

Fjallað var um stöðu íslenskunnar í líflegu og fjölsóttu Málvísindakaffi 
föstudaginn 11. desember. Ákveðið var að skipa hóp sem færi yfir 
umræðuna og legði drög að markvissum framhaldsfundi. Í hópnum voru Anna Sigríður Þráinsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Hanna Óladóttir, Iris Edda Nowenstein, Margrét Guðmundsdóttir og Sigurður Konráðsson.

Málvísindakaffi 22. janúar verður helgað þessari framhaldsumræðu um 
stöðu íslenskunnar. Starfshópurinn viðrar hugmyndir sínar um nokkur svið
þar sem vert væri að málfræðingar beittu sér og um vænlegar aðferðir. Meðal þess sem ber á góma er málstaðall, viðhorf og umræða, unga fólkið, íslenskukennsla, samræmd próf, máltaka, málfærni, ritmál og talmál og vandi tungunnar.

Félagar í Íslenska málfræðifélaginu og Málvísindastofnun eru hvattir til 
að fjölmenna og leggja orð í belg – hafa áhrif.

Á dagskrá 4. desember kl. 11:45

Höskuldur Ţráinsson: Jólabćkur í Málvísindakaffi

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ verður föstudaginn 4. desember, kl. 11:45-12:45, í stofu 301 í Nýja-Garði. Höskuldur Þráinsson talar um jólabækur málfræðingsins.

Höskuldur Þráinsson mun segja frá tveim nýjum bókum. Sú fyrri er eftir Höskuld og nefnist Skrifaðu bæði skýrt og rétt. Fræðileg skrif, ritrýni og ritstjórn. Handbók og kennslubók og kom út á vegum Málvísindastofnunar og Háskólaútgáfunnar fyrir nokkrum vikum. Þessi langi titill er í sjálfu sér nokkuð lýsandi en Höskuldur mun þó segja nánar frá efni bókarinnar og markmiði. Síðari bókin heitir Tilbrigði í íslenskri setningagerð. II. Helstu niðurstöður - Tölfræðilegt yfirlit. Höskuldur, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson ritstýrðu bókinni, en fjölmargir aðrir málfræðingar eru meðal höfunda einstakra kafla. Málvísindastofnun gefur bókina út. Í bókinni er sagt frá útbreiðslu og einkennum allra helstu tilbrigða í íslenskri setningagerð, líka þeirra sem stundum hafa verið kennd við sýki, svo sem þágufallssýki, nefnifallssýki og nafnháttarsýki, meintri hrörnun viðtengingarháttar og þolmyndar o.s.frv.

Á dagskrá 27. nóvember kl. 11:45

Mörđur Árnason: Frá allri villu klárt og kvitt

Málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ verður haldið föstudaginn 27. nóvember, kl. 11:45-12:45, í stofu 301 í Nýja-Garði.

Mörður Árnason talar um málið á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Erindi Marðar nefnist Frá allri villu klárt og kvitt.

Í þessu erindi verður fjallað um útgáfu Passíusálmanna á 21. öld frá sjónhóli málfræði og fílólógíu, um nútímastafsetningu og trúnað við málþróun í hálfa fjórðu öld, handritastöðuna, ýmsa málkróka og villur í eyrum okkar tíma. Spurt er hvort hægt sé að gefa út svona skrýtinn gamlan kveðskap fyrir almenning. Mörður Árnason er íslenskufræðingur og stjórnmálamaður og gaf út Passíusálmana með ítarlegum skýringum fyrr á þessu ári. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að þetta lykilbókmenntaverk íslenskrar menningarsögu kom fyrst út á Hólum í Hjaltadal.

20. nóvember 2015:
Heimir Freyr Viđarsson: Sögn í ţriđja og nítjándu aldar íslenska.

6. nóvember 2015:
Gregg Thomas Batson: The Bisecting CP Hypothesis . Unifying the Raising and Matching Analysis of Rel

27. október 2015:
Raymond Hickey: The typology of Irish

15. október 2015:
Margrét Guđmundsdóttir: „Ţađ er drift í henni“ Um viđhorf til máls og manna

7. október 2015:
Dianne Jonas: On the syntax of adverbial clauses in Insular Scandinavian

5. október 2015:
GLAC 22

29. september 2015:
Eiríkur Rögnvaldsson: Djúpdćla saga – síđasta Íslendingasagan?

23. september 2015:
Alda Villiljós: Hann, hún eđa hán? Ókynbundin fornöfn og hlutverk ţeirra í nútímamáli

18. september 2015:
Ráđstefnukall: Rask-ráđstefnan 29.–30. janúar 2016

16. september 2015:
Anna Sigríđur Ţráinsdóttir: Íslenskubylgjan á RÚV

9. september 2015:
Margrét Guđmundsdóttir: Spegill, spegill, herm ţú mér...

2. september 2015:
Ţorsteinn Indriđason: Áhersluforliđir í íslensku

6. júní 2015:
Juan Pablo Mora: Fyrirlestur um kennslufrćđi málvísinda

9. maí 2015:
The 17th Diachronic Generative Syntax, DiGS17

9. maí 2015:
Joan Maling - A syntactic Rubin’s Vase:the inherent ambiguity of non-promotional passives and unspe

30. apríl 2015:
Tímaritiđ Orđ og tunga

15. apríl 2015:
Spegill, spegill, herm ţú mér...

27. janúar 2015:
29. Rask-ráđstefnan um íslenskt mál og almenna málfrćđi

19. nóvember 2014:
Nicole Dehé: The intonation of the repair expressions Ha and Hvađ segirđu and how it is related to q

5. nóvember 2014:
Orđ ađ sönnu